Þjóðsögur og sagnir af Langanesi

Þjóðsagan um Guðmundarlón
Bærinn Syðralón stóð áður þar sem sem heita Fossárvellir.
Tröll bjó í fossinum í Fossá og nam það á brott bóndadóttur frá Fossárvöllum.
Faðir hennar flutti þá bæinn að Syðralóni og hét á Guðmund biskup góða til heilla hinum nýja bæ og verndar gegn tröllinu og nefndi bæinn Guðmundarlón eftir biskupi.
Varð eftir það ekki mein að tröllinu.
(Gríma VII,49.)

Jónas Hallgrímsson og Þóra
Árið 1828 urðu þau Jónas Hallgrímsson og Þóra Gunnarsdóttir samferða norður í land ásamt fleira fólki.
Þau voru þá ung að árum. Þóra var 16 ára en Jónas tvítugur.
Hann var á leið norður í Öxnadal en Þóra var með Gunnari Gunnarssyni föður sínum sem var að taka við Laufási.
Eftir ferðina orti Jónas Ferðalok sem sumir kalla fegursta ástarkvæði á íslensku.

Þar eru m.a. þessi tvö erindi:

Hlógum við á heiði
himinin glaðnaði
fagur á fjallabrún.
Alls yndi
þótti mér ekki vera
utan voru lífi lifa.

Greiddi ég þér lokka
við Galtará
vel og vandlega.
Brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.

Það átti þó ekki fyrir þeim að liggja að ná saman og Þóra varð prestsfrú á Sauðanesi.
Hún bjó á Hólum í Hjaltadal í elli sinni og þar er hún jörðuð beint utan við dyr dómkirkjunnar,um fjóra metra frá þeim.
Á leiði hennar er legsteinn með þessu ljóði Jónasar sem er síðasta erindi Ferðaloka:

Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg.
En anda sem unnast,
fær aldregi
eilífð aðskilið.